Documents - hönnun og uppsetning

Hönnun og uppsetning á greinum, fréttum, formum og öðru sem á að halda utan um í Documents kerfi VEVA.

Þegar smellt er á module eða folder í documents hluta VEVA er hægt að velja "Design" en þar eru efnisreitir skilgreindir, framsetning sem að síða á að geta unnið með og ef að um er að ræða form eða álíka, hvort það eigi að senda það eitthvert eða tengja það við kerfi.

Design: Hér er valið hvaða reitir eiga að vera fastir í skjalinu sem verið er að búa til. Hér skal ímynda sér alla mögulega efnisnotkun (ekki þarf að nota alla möguleika í hvert sinn sem nýtt skjal er búið til).

Sem dæmi; Þú ætlar að birta fréttir á síðunni þinni. Fréttir þurfa að innihalda fjölbreytt efni og því velur þú að birta fyrirsagnir, texta, myndir, texta með myndum til hliðar, töflugögn, hlekki á annað efni og youtube/vimeo embed einingu.

Settings: Hér er valið hvaða reitur á að vera fyrirsögn (nafn síðu) í framenda, hvort það eigi að nota dagsetningar eða dagsetningar takmarkanir og fleira sniðugt. Hér er einnig valin hvaða síða er með útlits sniðmát fyrir þetta skjal svo hægt sé að skoða "preview" af skjalinu.

Handlers: Ef þetta er t.d form eða eyðublað, velur þú hér að bæta við "email handler" sem sendir t.d þeim sem fyllir formið út afrit, og sendir útfyllt form á starfsmann til að hafa samband við viðkomandi. Hér einnig hægt að virkja "Change log" sem skráir hjá sér í hvert sinn sem einhver breytir einhverjum stillingum á þessu skjali.

Views, Authorization og Raw Json er almennt bara notað í mjög sérhæfðum uppsetningum. Hafðu samband við verkefnastjóra áður en þú ferð að breyta einhverju þar.