Búa til nýja síðu og almennar síðu stillingar (Page Settings)

Hvernig á að stofna síðu og stilla t.d birtingu og leit.

Til að búa til nýja síðu, þarf að færa músina yfir Default og smella á punktana þrjá fyrir aftan nafnið. Ef að ný síða á að vera undir annarri síðu sem þegar er til, er það sama gert nema yfir nafninu á síðunni sem nýja síðan á að vera undir.

Þegar síða hefur verið stofnuð er hægt að breyta ýmsum stillingum með því að smella á punktana þrjá fyrir aftan nafnið á síðunni.

Basic Settings snúa að almennum upplýsingum síðu, innra nafni, ytra nafni, url-i síðunnar, útliti og tungumáli.

Page visibility býður upp á að velja hvort síða sé sýnileg í veftré eða ekki, og hvort að síða sé virk eða ekki.

Search settings segir til um hvort og hvernig síða finnst í innri leitarvél síðunnar og hvernig hlekkir á síðunni eru skoðaðir. Hægt er að gefa síðunni vigt til að hún birtist ofar eða neðar í leitarniðurstöðum og ef að síður fylgja flokkum er hægt að tilgreina það hér.

Advanced settings ætti ekki að breyta nema í samráði við forritara.

Access control gefur kost á að læsa síðum fyrir innskráða notendur og nýtir þá fyrirfram skilgreind notenda hlutverk.

Meta data snýr að leitarvélum og samfélagsmiðlum.

Navigation - Redirection gefur þér kost á að láta síðu vísa á aðra.

Caching ætti ekki að eiga við nema í samráði við forritara eða verkefnastjóra.