Til þess að vinna með Excel skjöl í Veva eru tvær leiðir í boði. Í þessari grein förum við yfir þær báðar.
Mælt er með að hafa kynnt sér page section og document efni áður en þetta er reynt.
Excel skjal birt úr "Document module"
Hægt er að gera copy/paste beint úr Excel yfir í document module í Veva. Athugið að það þarf að vera búið að fara í "design" og gera reiti fyrir hvern dálk sem mun koma úr Excel skjalinu. Einnig þarf að passa að engar eyður séu í Excel skjalinu sem afrita á. Ef það verða að vera eyður, þarf að setja eitthvað eins og strik eða 0 í reitinn áður en afritað er yfir. Hægt er að taka það út eftir afritun.
Excel gögn beint inn í "Table" einingu
Hægt er að velja "table" einingu og gera copy/paste úr excel. Sama gildir og áður, þ.e.a.s. til að gögnin lesist rétt inn mega engar eyður vera í dálkunum.