Documents kerfi VEVA heldur utan um greinar, starfsmannalista, viðburði, fræðslu, form og allt sem þið viljið birta í stöðluðu útliti og birtist sjálfkrafa á ákveðnum stað á vefsíðum.
Til þess að komast í document kerfið er smellt á VEVA lógóið og Documents valið þar undir.
Inni í documents hlutanum er flokkað eftir fyrst "collection" svo "module" og svo "folder".
Auðvelt er að bæta við eða breyta uppsetningu með því að smella á punktana þrjá, sem birtast hægra megin við nafn í tré, þegar farið er með músina yfir nafnið.