Document - new/edit

Hvernig á að bæta við eða breyta skjali í VEVA.

Inni í Documents velur þú hvar nýja færslan á heima og veljið "ADD" þar. Við það opnast nýr gluggi með þeim reitum sem eru skilyrtir fyrir tiltekið Document model.

Ef breyta á eldri færslu er hún fundin í listanum og valin, þá bætist "Edit" við í efri valmynd.

Í þessu dæmi þurfa allar fréttir að hafa titil, abstract og aðalmynd. Athugið að UID (Uniqe identification details) kemur inn sjálfkrafa.

Veitið því athygli að þegar að breytingar eru óvistaðar er efri stikan appelsínugul, en ef breytingar hafa verið vistaðar verður hún hvít.

Fyrir neðan skilyrta reiti eru fjólubláir takkar með mismunandi efniseiningum (þessir möguleikar koma útfrá hönnun skjalsins og lesa má um það hér). Smellið á þær einingar sem þið viljið bæta við til að smíða færsluna ykkar. Hægt er að nota einingarnar aftur og aftur til að útlit henti efninu sem koma á, á framfæri.

Paragraph einingar koma með grunn „rich text editor“ eða ritvinnslu tóli sem styður bold, italic, bullet points og fleira.

Í hægri stiku er hægt að stilla hvort frétt sé virk eða óvirk, bæta við Tags til að birta á frétt og til flokkunar, og bæta við sjálfvirkri birtingu og afbirtingu

Til að taka út dagsetningu á birtingu er ýtt á clear.

Undir Preview er hægt að forskoða fréttina, hvort sem hún er virk eða ekki.

Undir Changes er hægt að skoða breytingasögu færslunar. Í hvert sinn sem færsla er vistuð mun sjást þarna hver gerði hvað.